Ungu smiðunum á smíðavelli Álftamýraskóla brá heldu betur í brún þegar þeir komu að kofunum sínum í gær. Óprúttnir einstaklingar höfðu unnið skemmdarverk á kofunum, sem krakkarnir hafa smíðað á undanförnum vikum.
Fautarnir höfðu hent kofunum til, brotið og krotað á þá. Einn gerðist meira að segja svo bíræfinn að ganga örna sinna í einum kofanum.
Aðstoðarmenn smíðavallarins segja að þetta algengt vandamál sem allir smíðavellirnir þurfa að kljást við. Svo algengt er það, að þeir þurfa að mæta á undan krökkunum á smíðavöllinn til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi og hlífa börnunum ástandi sem þessu.