Klambratún að nýju

Túnið ber nú aftur sitt gamla nafn.
Túnið ber nú aftur sitt gamla nafn. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, lagði fram tillögu á fundi borgarráðs í dag þess efnis að nafni Miklatúns verði aftur breytt í Klambratún. Tillagan var einróma samþykkt. 

Þá var einnig samþykkt að í tilefni af því að Christian H. Christensen, síðasti bóndinn á bænum Klömbrum, hefði orðið 100 ára þann 18. júlí næstkomandi verði hannað og sett upp söguskilti á túninu síðar í sumar.

Nafni Klambratúns var breytt í Miklatún á sjöunda áratugnum en nafnið festi sig aldrei í sessi í huga borgarbúa. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram sérstaka bókun á fundinum þar raktar eru ýmsar tillögur, sem komu fram á síðasta kjörtímabili, um aðgengi og tengsl, tengingu þjónustu Kjarvalsstaða og túnsins, flutning hverfabækisstöðvar framkvæmdasviðs af túninu og starfsemi ÍTR þar í staðinn, yndisgarð fyrir eldri borgara og að settur verði niðurgrafinn hjólabrettagarður á túnið.

Þá er einnig nefnd hugmynd um að nefna stíga túnsins eftir nokkrum túnum sem á sínum tíma mynduðu Klambratún.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka