TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, staldrar ekki lengi við á Íslandi eftir að hafa lokið landamæravöktun í Eyjahafi. Í næstu viku fer hún til Louisiana í Bandaríkjunum þar sem hún mun sinna mengunareftirliti í Mexíkóflóa þar sem olía hefur lekið úr borholu frá því í vor.
Vélin kom til landsins sl. fimmtudag eftir að hafa verið eftirlit á Eyjahafi
fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, frá 1. júní sl. Nú hafa bandarísk stjórnvöld leigt vélina.
Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, segir að vélinni verði flogið til Bandaríkjanna 15. júlí nk. Þar verði hún í fjórar vikur, en TF-SIF mun leysa af aðra vél sem hefur sinnt mengunareftirliti í flóanum að undanförnu.
Þar mun hún m.a. kortleggja olíumengunina í Mexíkóflóa. Mjög öflugur tækjabúnaður er í vélinni sem getur m.a. greint þykkt olíuflekksins og aflað ýmislegra nytsamra upplýsinga, sem verður svo komið bandarísku strandgæslunnar.
Fjórir eru í áhöfn vélarinnar. Með þeim í för verða flugvirki og flugumsjónarmaður, sem er tengiliður vélarinnar við stjórnstöð. Þeir verða úti í hálfan mánuð þá tekur nýr sex manna hópur við.