Kríur réðust á branduglu

Branduglan er öll að hressast.
Branduglan er öll að hressast. Ljósmynd / Náttúrustofa Vesturlands

Brandugla fannst nær dauða en lífi í kríu­varpi í ná­grenni við Rif á Snæ­fellsnesi s.l. mánu­dag. Ugl­an hafði gert sig lík­lega til þess að herja á kríu­varpið til þess að ná sér í eitt­hvað í svang­inn en krí­urn­ar gerðu harða at­lögu að henni. Var hún nær dauða en lífi þegar Frey­dís Vig­fús­dótt­ir, doktorsnemi við Há­skóla­set­ur Snæ­fells­nes, fann hana ásamt fylgd­arliði.

Freyja tók brandugl­una með sér á Nátt­úru­stofu Vest­ur­lands til aðhlynn­ing­ar og eft­ir að hún hafði fengið æti að borða varð hún öll hress­ari. Henni verður sleppt aft­ur við Rif þegar hún hef­ur náð sér að fullu.

Heimasíða Nátt­úru­stofu Vest­ur­lands

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert