Lenti með veikan farþega

Flugvél Delta flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli í dag.
Flugvél Delta flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. mbl.is/hag

Farþegaþota á leið frá Amsterdam til Detroit-borgar í Bandaríkjunum lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegisbilið í dag með veikan farþega sem þurfti að komast undir læknishendur. 

Ekki er vitað hvað amaði að farþeganum en tilvik sem þessi koma reglulega upp að sögn upplýsingarfulltrúa.

Þotan, sem var að gerðinni Airbus 333, hélt af landi brott stuttu síðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka