Lögðu til „nýja nálgun“

Á fundi út­gerðarmanna, Sam­taka fisk­vinnslu­stöðva og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins með Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra, Stein­grími J. Sig­fús­syni fjár­málaráðherra og Jóni Bjarna­syni sjáv­ar­út­vegs­ráðherra fyr­ir rúmri viku kom fram „ný nálg­un“ á fisk­veiðistjórn­un sem varð til þess að LÍÚ og Sam­tök fisk­vinnslu­stöðva sætt­ust á að ganga á ný til fund­ar við svo­nefnda sátta­nefnd í sjáv­ar­út­vegi.

Fund­ur var hald­inn í nefnd­inni í fyrra­dag og ann­ar fund­ur verður í dag. Útgerðar­menn hafa ekki mætt á þessa fundi síðan skötu­sels­frum­varpið var lagt fram á Alþingi í fyrra. Að sögn for­manns nefnd­ar­inn­ar er stefnt að því að skila til­lög­um til ráðherra í júlí­mánuði, en fjallað er nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert