Matvörur hafa lækkað

Vörukarfa ASÍ hef­ur á hækkað um 2-7% í helstu versl­un­ar­keðjum frá því í maí í fyrra. Verð körf­unn­ar hef­ur þó lækkað nokkuð í flest­um versl­un­ar­keðjum frá því það náði há­marki í fe­brú­ar eft­ir nær sam­feld­ar verðhækk­an­ir síðan um mitt ár 2008.

Und­an­farið ár hef­ur verð vörukörf­unn­ar hækkað mest í klukku­búðunum Ell­efu-ell­efu, eða um 13% og Sam­kaup­um-Strax um 7%. Í lág­vöru­verðsversl­un­um hef­ur verð körf­unn­ar hækkað mest í Bón­us um 6,4% frá því í maí í fyrra.

ASÍ seg­ir, að séu skoðaðar tvær síðustu mæl­ing­ar verðlags­eft­ir­lits­ins á vörukörf­unni í fer­bú­ar og nú í júní megi sjá nokkra lækk­un í flest­um versl­un­ar­keðjum á tíma­bil­inu að Nettó, Kosti og Ell­efu-ell­efu und­an­skild­um. Gera megi ráð fyr­ir að áhrifa af sterk­ara gengi krón­unn­ar sé farið að gæta í vöru­verði en í ljósi þeirr­ar styrk­ing­ar sem orðið hafi á geng­inu und­an­farna mánuði sé til­efni til áfram­hald­andi lækk­un­ar á mat­vöru­verði. 

Vef­ur ASÍ

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert