Vörukarfa ASÍ hefur á hækkað um 2-7% í helstu verslunarkeðjum frá því í maí í fyrra. Verð körfunnar hefur þó lækkað nokkuð í flestum verslunarkeðjum frá því það náði hámarki í febrúar eftir nær samfeldar verðhækkanir síðan um mitt ár 2008.
Undanfarið ár hefur verð vörukörfunnar hækkað mest í klukkubúðunum Ellefu-ellefu, eða um 13% og Samkaupum-Strax um 7%. Í lágvöruverðsverslunum hefur verð körfunnar hækkað mest í Bónus um 6,4% frá því í maí í fyrra.
ASÍ segir, að séu skoðaðar tvær síðustu mælingar verðlagseftirlitsins á vörukörfunni í ferbúar og nú í júní megi sjá nokkra lækkun í flestum verslunarkeðjum á tímabilinu að Nettó, Kosti og Ellefu-ellefu undanskildum. Gera megi ráð fyrir að áhrifa af sterkara gengi krónunnar sé farið að gæta í vöruverði en í ljósi þeirrar styrkingar sem orðið hafi á genginu undanfarna mánuði sé tilefni til áframhaldandi lækkunar á matvöruverði.