Niðurstöður kynntar á morgun

Landspítali.
Landspítali. Júlíus Sigurjónsson

Niðurstöður í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs Landspítala og húsnæðis fyrir heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands verða kynntar á morgun, föstudag.

Kynningin verður haldin klukkan 11 á Háskólatorgi og Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, mun ávarpa gesti og veita vinningshöfum viðurkenningu. Tillögurnar verða svo til sýnis á Háskólatorgi út ágústmánuð. 

Fimm hönnunarteymi tóku þátt í samkeppni um frumhönnun nýja spítalans og skiluðu inn tillögum sínum þann 10. júní síðastliðinn. Undanfarinn mánuð hefur níu manna dómnefnd, auk fjölmargra óháðra ráðgjafa, farið yfir samkeppnistillögurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert