Sér eftir Lúðvík

Guðmundur Rúnar tekur við lyklunum að skrifstofum bæjarstjóra úr hendi …
Guðmundur Rúnar tekur við lyklunum að skrifstofum bæjarstjóra úr hendi Lúðvíks í morgun.

„Það var gengið frá minni ráðningu á bæj­ar­ráðsfundi áðan,“ seg­ir Guðmund­ur Rún­ar Árna­son, sem hef­ur tekið við starfi bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarðar af Lúðvík Geirs­syni, sem lét af störf­um í dag.

Guðmund­ur seg­ir að Lúðvík hafi lesið upp yf­ir­lýs­ingu þess efn­is á fund­in­um og jafn­framt til­kynnt að hann myndi ekki ganga frá þeim ráðning­ar­samn­ingi sem hafi legið fyr­ir. „Það var ekki búið að ganga frá nein­um slík­um samn­ingi,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is.

Lúðvík besti kost­ur­inn

„Ég hef alltaf verið þeirr­ar skoðunar að heppi­leg­asti kost­ur­inn fyr­ir Hafn­f­irðinga að Lúðvík Geirs­son væri bæj­ar­stjóri og gegndi því starfi áfram hér á þess­um erfiða tíma. Hann er bú­inn að vera hér í átta ár og hef­ur leitt bæj­ar­stjórn­ina eft­ir efna­hags­hrunið í erfiðum verk­um og náð í því feyki­lega góðum ár­angri. Ég taldi, og tel í raun­inni ennþá, að það hefði verið mik­ill kost­ur að ef við hefðum notið hans starfs­krafta áfram,“ sagði Guðmund­ur þegar hann var spurður hvers vegna hann, sem var odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í sveita­stjórn­ar­kosn­ing­um, hefði ekki tekið strax við sem bæj­ar­stjóri að lokn­um kosn­ing­um.

Spurður út í þau mót­mæli sem hóf­ust eft­ir að Lúðvík sett­ist aft­ur í stól bæj­ar­stjóra, þrátt fyr­ir að hafa ekki náð kjöri í bæj­ar­stjórn, seg­ir Guðmund­ur: „Hann vildi ekki leggja það á bæj­ar­búa, sjálf­an sig, fjöl­skyld­una, bæj­ar­stjórn­ina og meiri­hlut­ann að það væri ein­hver óvissa um hans umboð og stöðu. Hann ákvað að gera þetta svona, þannig að það væri ekk­ert yf­ir­hang­andi. Ég skil hans ákvörðun, en ég hefði kosið að hann hefði gengt þessu starfi áfram,“ seg­ir Guðmund­ur.

Mörg erfið verk­efni framund­an

Guðmund­ur seg­ir að bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar sé og þurfi að tak­ast á við mörg erfið verk­efni í eft­ir­mála banka­hruns­ins. „Við höf­um notið leiðsagn­ar Lúðvíks og und­ir hans stjórn náð gríðarleg­um ár­angri. Ég mun auðvitað leggja mig fram við að halda þeim verk­efn­um áfram,“ seg­ir hann.

„Ég mun leit­ast við að hafa hann [Lúðvík] sem fyr­ir­mynd í mín­um störf­um. Ég veit að ég mun aldrei geta fyllt skarðið hans, og nýj­um ein­stak­ling­um fylgja alltaf ein­hverj­ar áherslu­breyt­ing­ar.“

Hafnarfjörður.
Hafn­ar­fjörður. mbl.is/​RAX
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert