TF-SIF snýr aftur heim

Verkefni eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, á vegum  Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, á Eyjahafi er nú lokið. Vélin heldur nú heim á leið.

Fram kemur á vef Gæslunnar að fjölmargar þjóðir taki þátt í þessu svæðisbundna verkefni. T.d. Búlgaría, Lettland, Ísland, Rúmenía, Pólland, Litháen, Finnland og Frakkland.

Haft er eftir forsvarsmönnum Frontex að flugvél Landhelgisgæslunnar og áhöfn hennar hafi skipt sköpum í verkefninu, þar sem í nokkrir smábátar, hver þeirra með um hundrað flóttamönnum, hafi verið greindir í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar á hafsvæðinu milli Tyrklands og Grikklands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert