Umboðsmaður óskar eftir skýringum

Umboðsmaður Alþingis hefur skrifað Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu bréf og óskað eftir nánari skýringum á þeim tilmælum, sem stofnanirnar sendu til fjármálafyrirtækja um hvernig innheimta eigi gengistryggð lán.

Kvartað hefur verið til umboðsmanns vegna tilmælanna en þar var því beint til fjármálastofnana að að þau miði við vexti, sem Seðlabanki ákveður í stað gengistryggingar þegar þau innheimta lánin. Tilmælin eru ekki skuldbindandi.

Umboðsmaður hefur nú óskað eftir viðhorfum umræddra stofnana til kvörtunarinnar. Í bréfi til stofnananna óskaði umboðsmaður þess m.a. að stofnanirnar skýrðu á hvaða lagagrundvelli þær teldu sér heimilt að beina tilmælum til fjármálafyrirtækja um hvernig þau skyldu haga meðferð og uppgjöri, þ.m.t. vaxtakjörum, í þegar gerðum einkaréttarlegum lánasamningum við viðskiptamenn sína ef tilmælin vikju að efni til frá ákvæðum lánasamninganna.

Þá óskaði umboðsmaður jafnframt eftir svörum stofnananna við tilteknum spurningum og að fá afhent afrit af þeim gögnum sem kynnu að hafa verið tekin saman eða aflað við undirbúning að útgáfu tilmælanna. Var þess óskað, að gögnin verði send ekki  síðar en 16. júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert