Umsókn Íslands verði dregin til baka

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/RAX

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Bændablaðið í dag, að ef Sjálfstæðisflokkurinn kæmi að nýju stjórnarsamstarfi myndi flokkurinn setja það í forgang að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka.

„Jú, við myndum setja það mál í forgang. Eins og fram kom í minni ræðu (á landsfundi Sjálfstæðisflokksins) þá teljum við að þetta sé röng forgangsröðum," svarar Bjarni þegar Bændablaðið spyr hann hvort það yrði forsenda stjórnarsamstarfs, að umsóknin yrði dregin til baka. 

Bjarni segir einnig, að hann hafi alltaf komist að þeirri niðurstöðu, að hagsmunum Íslendinga sé best borgið utan Evrópusambandsins.  „Eftir hrunið fannst mér rétt að menn sýndu umræðunni umburðarlyndi og veltu alvarlega fyrir sér öllum valkostum í stöðunni. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt að gera það og það sé ávallt nauðsynlegt að meta stöðu Íslands og samstarf við aðrar þjóðir með reglulegu millibili." 

Bændablaðið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka