Af vanskilaskrá eftir gengistryggingardóm

Búið er að skrá rúmlega 300 einstaklinga af vanskilaskrá í kjölfar hæstaréttardóms um að gengistrygging lánsfjár væri ólögmæt. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins Creditinfo.

Fyrirtækið sendi bréf til fjármögnunarfyrirtækja, banka og sparisjóða í kjölfar dómsins með ósk um upplýsingar um mál sem komið höfðu til skráningar á vanskilaskrá Creditinfo og voru sambærileg þeim málum sem dæmt var í af Hæstarétti.

Creditinfo segir, að viðbrögð við þessari umleitan hafi verið góð og búið sé að afskrá tæplega 700 færslur. Rúmlega 300 einstaklingar fóru þar með alveg af skrá.  Vinna við leiðréttingar standi enn þá yfir en annríki fjármögnunarfyrirtækja vegna áðurnefndra dóma, auk almennra sumarfría, valdi óhjákvæmlega einhverjum töfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert