Talsmenn Veðurstofunnar segja að allt sé með kyrrum kjörum í Eyjafjallajökli og engar hræringar komi fram á mælum.
Mikill gufustrókur hefur staðið upp úr gígnum í allan dag og er vel sjáanlegur. Það stafar eflaust af því hversu veður hefur verið stillt og milt í dag. Ekkert bendir til að slíkt tengist gosrásinni sjálfri.
Jarðskjálftafræðingar eru þó jafnan í viðbragðsstöðu og eru til taks ef mælarnir taka að ókyrrast.