„Bæjarstjóri allra Akureyringa“

Akureyri.
Akureyri. mbl.is/GSH

„Ég er fyrst og fremst ánægður og stoltur yfir að fá þetta tækifæri,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, sem hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akureyrar. Hann segir krefjandi verkefni bíða nýrrar bæjarstjórnar, en hann mun formlega taka við starfinu 15. ágúst nk.

„Ég mun stefna að því að vera bæjarstjóri allra Akureyringa. Og vona að þeir finni fyrir því. Það er markmiðið og það sem L-listinn hefur lagt mikið upp úr. Þannig munum við að sjálfsögðu reyna að vinna. Áherslur varðandi einstök verkefni eða annað eru hlutir sem menn munu bara sjá fljótlega,“ segir Eiríkur í samtali við mbl.is. 

Aðspurður segir hann að hann muni leggja áherslu á aukið samstarf, líkt og L-listinn hafi boðað. „Ég hlakka til að fá að vinna með öllum íbúum sveitarfélagsins."

Eiríkur er ekki ókunnugur starfi bæjarstjórans, en undanfarin átta ár hefur hann verið bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði.

Þá þekkir hann vel til á Akureyri þar sem hann starfaði í sex ár sem deildarstjóri. „Ég hlakka til að fá að starfa aftur með því góða fólki sem var hjá bænum, sem ég starfaði með á sínum tíma, og nýju fólki sem ég á eftir að kynnast í þessu starfi,“ segir Eiríkur.

Eiríkur Björn Björgvinsson.
Eiríkur Björn Björgvinsson. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert