Bílum úthýst úr miðborginni

Margir sátu úti framan við veitingahús í miðborginni í dag …
Margir sátu úti framan við veitingahús í miðborginni í dag og sleiktu sólskinið. mbl.is/Júlíus

Aust­ur­stræti, Póst­hús­stræti og hluti Hafn­ar­stræt­is verða helguð hjólandi og gang­andi veg­far­end­um frá og með deg­in­um í dag og út ág­úst­mánuð. Með þessu vilja borg­ar­yf­ir­völd styðja við vist­væn­an ferðamáta og glæða miðborg­ina enn frek­ara lífi.

Póst­hús­stræti hef­ur und­an­far­in tvö sum­ur verið lokað fyr­ir bílaum­ferð á góðviðris­dög­um og hef­ur það mælst vel fyr­ir á meðal veg­far­enda og veit­inga­húsa­eig­enda við Aust­ur­völl. Þar var þétt­set­inn bekk­ur­inn í dag.  

Hlýtt er á Suður­landi í dag og er hiti ná­lægt 20 stig­um í upp­sveit­um Árnes­sýslu. Í Reykja­vík mæld­ist hit­inn 16 stig klukk­an 14.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert