Bílum úthýst úr miðborginni

Margir sátu úti framan við veitingahús í miðborginni í dag …
Margir sátu úti framan við veitingahús í miðborginni í dag og sleiktu sólskinið. mbl.is/Júlíus

Austurstræti, Pósthússtræti og hluti Hafnarstrætis verða helguð hjólandi og gangandi vegfarendum frá og með deginum í dag og út ágústmánuð. Með þessu vilja borgaryfirvöld styðja við vistvænan ferðamáta og glæða miðborgina enn frekara lífi.

Pósthússtræti hefur undanfarin tvö sumur verið lokað fyrir bílaumferð á góðviðrisdögum og hefur það mælst vel fyrir á meðal vegfarenda og veitingahúsaeigenda við Austurvöll. Þar var þéttsetinn bekkurinn í dag.  

Hlýtt er á Suðurlandi í dag og er hiti nálægt 20 stigum í uppsveitum Árnessýslu. Í Reykjavík mældist hitinn 16 stig klukkan 14.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert