Breytingar á heilbrigðiskerfinu eru nauðsynlegar til að laða heim íslenska lækna

mbl.is/Ásdís

„Það er okkar sem samfélags að búa þannig um hnútana að það verði aðlaðandi fyrir þetta unga fólk að koma heim. Svarið er óskaplega flókið og snýst ekki nema að hluta til um laun. Þetta snýst um fjölbreytni í þjónustunni og svo mætti lengi telja.“

Þetta segir Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu í dag. Hann telur að hluti vandans sé ósveigjanleiki stjórnvalda í heilbrigðisgeiranum.

„[Það] er mjög erfitt að horfa upp á ónotaðar byggingar sem nýtast ekki fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu og má ekki nota fyrir einkarekna heilbrigðisstarfsemi.“

Hann segir að margir íslenskir læknar kjósi heldur að vinna í einkareknu heilbrigðisumhverfi. Það kunni að útskýra hvers vegna fjölmargir þeirra snúi ekki aftur heim eftir sérnám í útlöndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert