Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur frestað ráðningu nýs framkvæmdastjóra sjóðsins ótímabundið. Fyrri framkvæmdastjóri, Guðmundur Bjarnason, lét af störfum 30. júní.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er sundrung innan stjórnarinnar um hvern skuli ráða til starfsins en 27 sóttu um það. Fjórir hafa verið kvaddir til viðtals.
Stjórnarmaður segir í Morgunblaðinu í dag, að frestunin muni ekki hafa áhrif á störf sjóðsins, aðstoðarframkvæmdastjóri gegni starfi framkvæmdastjóra í bili.