Hópur vísindamanna heldur nú upp á Eyjafjallajökul í þeim tilgangi að taka sýni. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur er með í för og hann segir í samtali við mbl.is að hópurinn verði kominn upp jökulinn um eittleytið. Þá flaug Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur yfir jökulinn í morgun.
„Við verðum inni á gígasvæðinu í allan dag,“ segir Ármann. Aðspurður segir hann að 12 séu með í för.
„Við erum að mæla nærsniðin til þess að geta borið þau saman við það sem er fjær. Þá erum við að tengja gjóskulögin í byggð við einingarnar uppi í gíg. Það er mikilvægt til að þekkja eðli gossins,“ segir Ármann.
Talsverðan gufustrók hefur lagt frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli í morgun. Strókurinn er hvítur og sést vel á Suðurlandi. Lítil sem engin öskumyndun hefur verið í gígnum frá því í maí en gufu hefur lagt frá gígnum þar sem stöðuvatn hefur myndast.
Ekki hefur mælst aukin gosvirkni
greinst á mælum.