Hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan heimili Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, í gærkvöldi. Að sögn sjónarvottar á staðnum voru um tuttugu mótmælendur samankomnir í götu ráðherrans til að láta í sér heyra.
Mótmælendurnir þeyttu vúvúzela-lúðra en létu ekki ófriðlega. Héldu þeir sig á götu og gangstétt við húsið en fóru ekki inn í garð eða á lóð þess. Stöldruðu mótmælendurnir stutt við; fólk bar að um kl. átta og voru flestir eða allir á brott um níuleytið.