Á fyrri hluta þessa árs keyptu fyrirtæki í eigu Haga ígildi 396 heilsíðna af auglýsingum í dagblöðum. Af þeim voru 383, eða 97%, í Fréttablaðinu, en 13, eða 3%, í Morgunblaðinu.
Fyrirtækin sem um ræðir eru Bónus, Hagkaup, Útilíf og Debenhams. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Capacent Gallup.
Á sama tímabili keyptu 100 stærstu fyrirtæki landsins, sem ekki eru í eigu Haga, ígildi tæplega fjögur þúsund heilsíðna af auglýsingum. Þar var dreifingin mun jafnari, eða 60% í Fréttablaðinu og 40% í Morgunblaðinu.