Ræddu um skipulag aðildarviðræðna

Össur og János Martonyi í Bútapest í morgun.
Össur og János Martonyi í Bútapest í morgun.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í morgun fund með János Martonyi, utanríkisráðherra Ungverjalands og Pal Schmitt, forseta þings landsins og nýkjörnum forseta. Var m.a. rætt um skipulag aðildarviðræðna Íslendinga við Evrópusambandið en Ungverjar munu fara með formennsku í ESB á fyrrihluta næsta árs.

Össur hefur verið í opinberri heimsókn til Króatíu og Ungverjalands undanfarna daga en heimsókninni lýkur í dag.

Að sögn utanríkisráðuneytisins ræddu Össur og Martonyi um samskipti ríkjanna og efnahagsmál og fór Össur m.a. yfir aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að takast á við afleiðingar hruns bankanna.

Ráðherranir lýstu ennfremur ánægju með samstarf landanna jarðhitamálum og voru sammála um að auka það samstarf. Össur lagði í gær hornstein að nýrri hitaveitu í borginni Szentlorinc, sem hönnuð er af íslensku verfræðistofunni Mannviti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert