Stálu bifreið og fóru í bíltúr

Lögregla þurfti m.a. að fást við þjófótta unglinga og ölóðan …
Lögregla þurfti m.a. að fást við þjófótta unglinga og ölóðan vopnaðan mann í gærkvöld. Ljósmynd/JHJ

Þrír unglingar unglingar stálu bifreið í Kópavogi í gærkvöld og fóru í bíltúr um borgina. Þeir skiptust á að sitja í bílstjórasætinu. Ökuferðinni lauk svo í Reykjavík þar sem bifreiðin var skilin eftir. Bíllinn er nokkuð skemmdur eftir uppátækið og unglingarnir voru misjafnlega samstarfsfúsir þegar lögreglan spjallaði við þá.

Þá voru tveir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Annar var karlmaður á sextugsaldri og hinn 18 ára stúlka. 

Jafnframt var maður stöðvaður í borginni í gær. Hann var akandi um á nagladekkjum. Slíkt er bannað á þessum árstíma og ökumanninum var gert að greiða sekt, 5.000 krónur fyrir hvert neglt dekk.

Karlmaður á sextugsaldri var jafnframt handtekinn í miðborginni í gærkvöld fyrir að hafa ógnað tveimur vegfarendum með hnífi. Maðurinn var afar ölvaður og var látinn sofa úr sér vímuna í fangaklefa. Hann var yfirheyrður í morgunsárið og að sögn lögreglu voru minningar hans frá gærkvöldinu móðu sveipaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert