Styttist í löndun endurskoðunar

mbl.is/Alfons

Starfshópur um endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun fundaði í gær. Björn Valur Gíslason, alþingismaður og varaformaður hópsins, bindur vonir við að málið verði mjög langt komið á fundi hópsins í næstu viku.

Hann vildi ekki greina frá einstökum efnisatriðum viðræðnanna en sagði að góður andi hefði ríkt í hópnum undanfarið. Fulltrúarnir séu búnir að teygja sig talsvert í áttina hver til annars til að „ná ásættanlegri lendingu til langs tíma“.

Björn Valur kannast ekki við neina „nýja nálgun“ í starfi hópsins gagnvart LÍÚ, frekar en öðrum. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að „ný nálgun“ hefði orðið til þess að útvegsmenn settust aftur að fundarborðinu. Þeir hættu að mæta þegar skötuselsfrumvarpið kom fram.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert