Vilja styttri þjóðveg

Ekki eru allir á einu máli um hvar hringvegurinn eigi …
Ekki eru allir á einu máli um hvar hringvegurinn eigi að liggja. Ómar Óskarsson

Um 200 athugasemdir bárust Húnavatnshreppi vegna aðalskipulags hreppsins, en frestur til að gera athugasemdir rann út fyrir tveimur dögum. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir að þjóðvegurinn liggi óbreyttur um hreppinn þrátt fyrir vilja Vegagerðarinnar til að breyta leiðinni. 

„Það kom mikið af athugasemdum,“ segir Jens Pétur Jensen sveitastjóri. „Um 200 athugasemdir bárust vegna Húnavallaleiðar. Menn vilja fá þessa vegstyttingu inn á aðalskipulagið milli Akureyrar og Reykjavíkur.“

Flestar komu athugasemdirnar frá fólki utan sveitarfélagsins og langstærstur hluti þeirra var frá Akureyri. Jens segir fjöldann ekki koma sér á óvart. „Sérstaklega í ljósi þess að það voru komin stöðluð athugasemdaform á Akureyri sem menn gátu skrifað undir.“ 

Ekkert hefur verið fjallað um málið, en fundað verður 14. júlí nk. „Þá verður aðeins farið yfir þetta, en það verður enginn endanleg ákvörðun tekinn þá að ég tel. Ég held að menn verði að fá meiri tíma.“

Frestur til að skila inn athugasemdum vegna aðalskipulags Blönduós, sem einnig gerir ráð fyrir óbreyttri legu hringvegarins, rennur út 12. júlí. Að sögn bæjarskrifstofunnar hafa einhverjar athugasemdir borist vegna aðalskipulagsins, en heildarfjöldi þeirra verður ekki tekinn saman fyrr en fresturinn rennur út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka