Í dag fagnar Hið íslenska biblíufélag 195 ára afmæli. Stofnfundur þess var haldinn fyrrnefndan dag árið 1815 á heimili sr. Geirs Vídalín biskups, en biskupsgarður var þá í Aðalstræti 10 en það hús stendur enn.
Félagið telst af þessum sökum elsta starfandi félag á Íslandi. Allt frá stofnun hefur meginmarkmið þess verið að gera íslensku þjóðinni kleift að eignast Biblíuna á eigin tungumáli.