Hagar auglýsa nánast bara hjá 365

Af sjónvarpsauglýsingum verslananna 10-11, Hagkaupa, Bónuss, Útilífs og Debenhams, sem allar eru í eigu Haga, birtust 95 af hundraði á sjónvarpsstöðvum í eigu 365 miðla, samkvæmt samantekt Capacent Gallup sem nær yfir fyrri helming þessa árs.

Samanlagt áhorf á rásirnar sem um ræðir er rúmlega 30 af hundraði, einnig samkvæmt tölum frá Capacent Gallup. Samanlagt meðaláhorf á Ríkissjónvarpið fyrstu sex mánuði ársins, í aldurshópnum 12-80 ára, er yfir helmingur áhorfs á innlent efni í þeim aldurshóp. Áðurnefnd fyrirtæki Haga keyptu 3% af sínum auglýsingum hjá RÚV. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka