Iðnaðarráðuneyti leiðbeindi

HS Orka.
HS Orka. Ómar Óskarsson

Iðnaðarráðuneytið leiðbeindi Magma Energy að stofna dótturfélag í Svíþjóð til að geta eignast HS Orku. Umhverfisráðherra telur málið grafalvarlegt og vill rifta kaupunum. Þetta kom fram í kvöldfréttum á Rúv.

Lög hérlendis banna fyrirtækjum utan EES-svæðisins að fjárfesta hér á landi. Að sögn Ásgeirs Margeirssonar, framkvæmdastjóra Magma hér á landi, leiðbeindi Iðnaðarráðuneytið fyrirtækinu að stofna dótturfélag í Svíþjóð. Nefnd um erlendar fjárfestingar hér á landi hefur í tvígang úrskurðað að Magma Energy megi kaupa HS Orku í gegnum dótturfélag sitt.

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að nú hafi fengist staðfest að um skúffufyrirtæki sé að ræða og vill að ríkisstjórnin rifti samningnum.

Þá kom einnig fram að Ross Beaty, stjórnarformaður og eigandi Magma Energy, lánar fyrirtækinu 10 milljónir bandaríkjadala til að kaupa HS Orku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka