Kallar á lagabreytingar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

hjalti Geir Er­lends­son

hjalti­geir@mbl.is

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra seg­ir að stjórn­völd muni fara vel yfir ný­fall­inn dóm héraðsdóms um skatt­lagn­ingu sjúk­dóma­trygg­ing­ar.

„Það er bæði eðli­legt og sjálfsagt að skoða málið, sér­stak­lega ef dóm­ur­inn geng­ur í aðra átt en fram­kvæmd­in hef­ur verið,“ seg­ir Stein­grím­ur. Vænt­an­lega þurfi laga­breyt­ingu til og af þeim sök­um verði ekki tekn­ar nein­ar skyndi­ákv­arðanir. Hann seg­ir afar mik­il­vægt að fá málið á hreint.

Stein­grím­ur vildi þó sem minnst um málið segja fyrr en hann hafi náð að kynna sér það bet­ur.

Héraðsdóm­ur staðfesti í vik­unni úr­sk­urð yf­ir­skatta­nefnd­ar þess efn­is að bæt­ur úr sjúk­dóma­trygg­ingu skuli skattlagðar sem tekj­ur. Geng­ur dóm­ur­inn þvert á fram­kvæmd und­an­far­inna ára. Bæði trygg­inga­fé­lög­in sem og hags­muna­sam­tök sjúk­linga telja vá­trygg­inga­bæt­ur sjúk­dóma­trygg­inga falla und­ir und­anþágu­ákvæði um tekju­skatt og séu því ekki skatt­skyld­ar.

Örn Gúst­afs­son, for­stjóri líf­trygg­inga­fé­lags­ins Okk­ar lífs, seg­ir fólk gapandi hissa vegna máls­ins. Hann seg­ir málið stóral­var­legt gagn­vart neyt­end­um. Enn frem­ur er það hans mat að ef þetta verði niðurstaðan muni sala á sjúkra­trygg­ing­um leggj­ast af á Íslandi. Fólk muni leita til er­lendra fé­laga og taka svo bæt­urn­ar er­lend­is án þess að gefa þær upp til skatts.

Örn seg­ir túlk­un héraðsdóms vera á þá leið að þar sem sjúk­dóma­trygg­ing sé ekki nefnd í und­anþágu­ákvæði tekju­skattslaga beri að skatt­leggja bæt­urn­ar. Sú túlk­un sé of þröng að hans mati og margra annarra. Hann seg­ir héraðsdóm ein­blína um of á hinn þrönga laga­bók­staf en líti ekki til anda lag­anna. Skatt­lagn­ing­in sé auk þess þvert á vilja lög­gjaf­ans.

Örn seg­ir að Okk­ar líf muni ekki breyta verklagi við út­greiðslu bóta fyrr en niðurstaða Hæsta­rétt­ar í mál­inu liggi fyr­ir.

Örn von­ast til þess að þing­menn sjái að sér og gangi í málið.

„Þing­menn hafa bara dregið lapp­irn­ar í mál­inu þrátt fyr­ir ábend­ing­ar fjölda aðila svo sem trygg­inga­fé­laga og hags­muna­sam­taka,“ seg­ir Örn. Hann von­ast hins veg­ar eft­ir því að lög­gjaf­inn lag­færi tekju­skatts­lög­in áður en málið fari fyr­ir Hæsta­rétt. Þau séu að þessu leyti í engu sam­ræmi við sam­svar­andi lög­gjöf í lönd­un­um í kring­um okk­ur.

Hugs­an­leg laga­breyt­ing

„For­dæmi eru fyr­ir því að farið sé í laga­breyt­ing­ar þrátt fyr­ir að Hæstirétt­ur hafi ekki dæmt í mál­um,“ seg­ir Stein­grím­ur J. aðspurður um mögu­legt inn­grip lög­gjaf­ans. Slíkt sé gert til að tryggja að lög­in séu ein­hlít á þann veg sem menn vilji hafa hlut­ina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert