Fólk hefur staðið á makrílsveiðum við Kópavogshöfn í dag og í gær. Að sögn starfsmanna hafnarinnar urðu þeir fyrst varir við makrílinn í höfninni á fimmtudag. Ekki er algengt að makríll geri sig heimakominn í höfninni en talið er að hann hafi verið að elta sandsílatorfu.
Fyrir réttu ári gekk stór vaða af makríl inn í höfnina á Ólafsvík. Bæjarbúar voru fljótir að taka við sér og þustu niður að höfn vopnaðir veiðistöngum og mokveiddu makrílnum upp. Margir veiðimenn náðu tugum kílóa af vænum makríl.