Mikil stemmning á goslokaknalli

Þórður Tómasson söng Frjálst er í fjallasal og var klappaður …
Þórður Tómasson söng Frjálst er í fjallasal og var klappaður upp. mbl.is/Guðni

Mikil stemmning er á goslokaknalli, sem nú er haldið á Skógum undir Eyjafjöllum. Á fjórða hundrað manns eru í Fossbúð á Skógum og skemmta sér hið besta. 

Árni Johnsen, alþingismaður, hefur skipulagt samkomuna sem hefur fengið afar góðar viðtökur heimamanna þótt ekki sé búið að lýsa yfir formlegum goslokum í Eyjafjallajökli. Árni sagði við mbl.is, að  þegar svartnættið hefði mest undir Eyjafjöllum og askan dundi yfir hefðu Eyjamenn sagt við Eyfellinga að þeir myndu skella á goslokaknalli við fyrsta tækifæri.

Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum, var meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni en hann söng og lék á píanó og langspil og var klappaður upp.  Fjallabandið lék undir en það skipuðu Árni Johnsen, söngvari og gítarleikari, Einar Hallgrímsson, gítarleikari og söngvari, Grímur kokkur Gíslason á kassatrommur, Georg Kulp á harmonikku og Guðni Einarsson blaðamaður á bassa. 

Einnig komu fram Gísli Stefánsson stórsöngvari, Ómar Ragnarsson fréttamaður og skemmtikraftur og Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Húsfyllir er á goslokaknallinu á Skógum.
Húsfyllir er á goslokaknallinu á Skógum. mbl.is/Guðni
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert