Rólegt yfir Eyjafjallajökli

Gufustrókur í Eyjafjallajökli í gær. Ekkert sést til fjallsins í …
Gufustrókur í Eyjafjallajökli í gær. Ekkert sést til fjallsins í dag vegna skýja. mynd/Jónas Erlendsson

Óbreytt ástand er í Eyjafjallajökli en þar steig mikill gufustrókur  upp frá gosstöðvunum í gær. Að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur, landfræðings hjá Veðurstofunni, sést ekkert á vefmyndavélum til gufustróksins. Hún segir að gosvirkni sé engin og mjög lítið um skjálfta. Alltaf eru einhverjir skjálftar á svæðinu en þó aðeins grunnir og litlir.

„Þeir ætluðu að vera þarna frá jarðvísindastofnun alla helgina,“ segir Sigþrúður en Ármann Höskuldsson, fræðimaður hjá stofnuninni, ásamt föruneyti ætluðu að kanna aðstæður og rannsaka svæðið um helgina.

„En ég er búin að skoða allar GPS-stöðvarnar og það er allt á eðlilegu róli,“ segir Sigþrúður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert