Vændiskaupadómar birtast ekki

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Dómarnir tveir sem nýlega féllu í vændiskaupamálunum svokölluðu hafa ekki verið birtir á heimasíðu héraðsdóms. Meginreglan er sú að dómar birtist þar fljótlega eftir uppkvaðningu.

Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Reykjavík, segir birtingarleysið eiga sér eðlilegar skýringar. Málin hafi verið útivistarmál en slík mál séu undanþegin netbirtingu samkvæmt k-lið 2. gr. tilkynningar dómstólaráðs nr. 2/2009. Tilkynningin er öllum aðgengileg á heimasíðu dómstólaráðs. Útivistarmál eru mál þar sem sakborningur mætir ekki fyrir dóm. Reglan á við í öllum málaflokkum.

„Dómarnir verða birtir síðar í dómabók en samkvæmt reglunum verða nöfn og annað sem tengir menn persónulega við málið afmáð,“ segir Helgi. Það sé ávallt gert þegar um persónuleg mál sé að ræða svo sem kynferðisbrotamál eða málefni barna.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert