Spánverjar og Hollendingar, sem staddir eru hér á landi, fylgjast að sjálfsögðu grannt með sínum mönnum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, sem nú er nýhafinn í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.
Margir fylgjast með leiknum á krám Reykjavíkurborgar enda er leikurinn víðast hvar sýndur á stórum sjónvarpsskjám. Spánverjar eru fjölmennir á Bjarna Fel, krá í Austurstræti, en á The English Pub við hliðina voru menn íklæddir hollenskum búningum.