Jón Ásgeir metur eignir sínar á 240 milljónir

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son met­ur eign­ir sín­ar á um 240 millj­ón­ir króna sam­kvæmt lista, sem lagður var fram í rétt­ar­haldi í Lund­ún­um á föstu­dag. Á list­an­um er fast­eign­in Hverf­is­gata 10 þar sem 101 Hót­el er til húsa en fram  kem­ur að Jón Ásgeir seg­ir hana eign Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, konu sinn­ar. Fast­eign­in er met­in á 591 millj­ón króna en í síðustu viku kom fram að hún hef­ur verið kyrr­sett að óska skila­nefnd­ar Glitn­is.

Sam­kvæmt list­an­um, sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, á Jón Ásgeir 30.750 pund inni á tveim­ur banka­reikn­ing­um í Bretlandi eða sam­tals rúm­ar 5,8 millj­ón­ir króna. Þá  á hann þrjá bíla, Range Rover, sem met­inn er á 2,8 millj­ón­ir,  Rolls Royce Phantom, sem er skráður á Jón Ásgeir og met­inn  á 17 millj­ón­ir en hann segi að það hann sé af­mæl­is­gjöf til konu sinn­ar; og Ast­on Mart­in, sem er met­inn á 7,5 millj­ón­ir en er í sölumeðferð.

Þá á Jón Ásgeir hluta­bréf í JMS Partners, sem eru met­in á 6 millj­ón­ir í sam­ræmi við til­boð frá hinum tveim­ur hlut­höf­un­um, Gunn­ari Sig­urðssyni, fyrr­um for­stjóra Baugs í Bretlandi, og   Don McCart­hy, stjórn­ar­for­manni Hou­se of Fraser. Fram kem­ur að hlut­ur­inn verði seld­ur en þangað til sé Jón Ásgeir launaður stjórn­ar­maður. 

Á Íslandi eru eign­ir Jóns Ásgeir eft­ir­tald­ar:

Lauf­ás­veg­ur 69, met­inn á 113,5 millj­ón­ir króna
Hverf­is­gata 10, met­in á 591 millj­ón
Jörð í Skagaf­irði, met­in á 13,8 millj­ón­ir
Vatns­stíg­ur, met­inn á 34,4 millj­ón­ir
Mjó­a­nes, Þing­völl­um, metið á 7,5 millj­ón­ir
Skáli á Lang­jökli, met­inn á 2 millj­ón­ir. 

Þá eru skráð hluta­bréf í fé­lög­un­um Thu Bla­sol, Gaumi ehf. og 101 Chalet. Öll þessi hluta­bréf eru tal­in verðlaus. 

Þá á Jón Ásgeir 2,2 millj­ón­ir á reikn­ingi hjá Glitni, 500 þúsund í Byr og 100 þúsund í Ari­on banka.

Á Íslandi á Jón Ásgeir þrjá bíla, tvo af gerðinni Range Rover sem sam­tals eru metn­ir á 7,4 millj­ón­ir, og Bentley, sem er met­inn á 13,2 millj­ón­ir. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert