Keppt í drullulangstökki

Mýrarboltinn gerir ekki kröfu um að keppendur séu snyrtilegir.
Mýrarboltinn gerir ekki kröfu um að keppendur séu snyrtilegir. mbl.is/Sigurjón

Árlegt mýrarboltamót verður haldið á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Segja aðstandendur mótsins, að forkönnun sýni að drullan sé sérlega drullug í ár og því von á góðu móti. Keppt verður í nýrri hliðargrein, drullulangstökki, annars vegar með grasatrennu og hins vegar með drulluatrennu.

„Við viljum að allir þátttakendur, karlar og konur, taki góða dýfu í mýrina og verði drullugir upp fyrir haus" segir Jóhann Bæring Gunnarsson í tilkynningu en hann ber nafnbótina drullusokkur Mýrarboltamótsins. „Keppnin er sambland af alvöru og tómum fíflaskap. Við leggjum sérstaka áherslu á að kvennalið skrái sig til leiks. Kvennadeildin hefur alltaf verið fjölmenn, jöfn og spennandi og allar stelpur, hvort sem þær hafa æft íþróttir áður eða ekki, geta verið með."  

Skráning er hafin á vefnum myrarbolti.com. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert