Makríll í Keflavíkurhöfn

Ungir veiðimenn með makríl sem þeir veiddu í Kópavogshöfn í …
Ungir veiðimenn með makríl sem þeir veiddu í Kópavogshöfn í gær. mbl.is/Eggert

Veiðimenn hafa staðið svo tugum skipti við hafnargarðana í Keflavíkurhöfn undanfarna daga og rennt fyrir makríl.  Að sögn Víkurfrétta var veiðin ævintýralega og roguðust margir með stóra fötur og bala fulla af makríl

Makríllinn virðist hrifinn af Faxaflóa en hann hefur líka veiðst vel í Kópavogi þar sem fólk hefur veitt við höfnina um helgina.

Myndir af glaðbeittum veiðimönnum og afla má sjá á vef Víkurfrétta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka