Íslenski safnadagurinn er í dag en þá eru söfn víðsvegar um landið opin og er aðgangur ókeypis. Síðar í dag verða íslensku safnaverðlaunin afhent á Bessastöðum en Byggðasafn Skagfirðinga að Glaumbæ, Heimilisiðnaðarsafnið
á Blönduósi og Nýlistasafnið eru tilnefnd til verðlaunanna í ár.
Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna ogsafnmanna standa saman að Íslensku safnaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár safni sem með starfsemi sinni þykir skara fram úr. Dómnefnd velur þrjú söfn úr innsendum tilnefningum sem auglýst er eftir frá almenningi, félagasamtökum og fagaðilum. Í ár bárust meira en 70 ábendingar.
Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 1997 að frumkvæði safnmanna sjálfra. Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar.