Unnið er að undirbúningi fundar í iðnarnefnd og er stefnt að því að halda hann sem fyrst. Vonandi strax á morgun segir Skúli Helgason formaður iðnaðarnefndar Alþingis.
Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar óskaði eftir fundinum vegna þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir um samskipti iðnaðarráðuneytisins og Magma Energy.
Haft var eftir forstjóra Magma á Íslandi í fréttum útvarpsins í gærkvöld að fyrirtækið hefði farið að ráðum iðnaðarráðuneytisins þegar það stofnaði dótturfélag í Svíþjóð til að geta hlut í HS Orku.