Vilja ekki leiðsöguhund í blokkinni

Hundur af Labrador-kyni.
Hundur af Labrador-kyni.

Ná­granni fatlaðrar konu í fjöl­býl­is­húsi á Akra­nesi mein­ar henni að hafa hjá sér leiðsögu­hund. Kon­an hef­ur reynt að selja íbúð sína í hús­inu en án ár­ang­urs, að því er kom fram í frétt­um Útvarps­ins. Kon­an hef­ur tíma­bundið leyfi til að hafa hund­inn til 1. nóv­em­ber.

Fram kom í frétt­um Útvarps­ins að, Svan­hild­ur Anna Sveins­dótt­ir sé fædd heyrn­ar- og sjónskert og þjá­ist af jafn­væg­is­leysi eft­ir heila­æxli. Fyr­ir þrem­ur árum fékk hún leyfi ná­granna sinna fyr­ir leiðsögu­hundi þar sem dýra­hald er óheim­ilt í fjöl­býl­is­hús­um nema alir íbú­ar samþykki.

Fyr­ir þrem­ur mánuðum fékk hún loks labra­dor­hund­inn Exó sem breytt hef­ur lífi henn­ar til hins betra. Ný­inn­flutt­ir íbú­ar í einni íbúðinni vilja ekki hafa hund­inn í hús­inu þótt hann fari ein­ung­is stutta leið um sam­eign­ina á fyrstu hæð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert