Endurbætur fyrirhugaðar á Hótel Loftleiðum

Herbergi í Hótel Loftleiðum.
Herbergi í Hótel Loftleiðum.

Reitir fasteignafélag og Icelandair Hotels endurnýjuðu í dag leigusamninga milli félaganna til ársins 2025. Samningarnir milli Reita og Icelandair Hotels fela einnig í sér að ráðist verður í gagngerðar endurbætur á húsnæði Hótels Loftleiða.  Kostnaður við endurbæturnar er áætlaður nærri 1 milljarður króna.

Undirbúningur er þegar hafinn en framkvæmdir við Hótel Loftleiði munu hefjast upp úr áramótum og ljúka í byrjun sumars 2011. Framkvæmdirnar koma til með að skapa 80 ársverk. 

Leigusamningarnir ná til Hótels Loftleiða og Hilton Reykjavík Nordica. Haft er eftir Magneu Þórey Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair Hotels, að með þessum samningum telji fyrirtækið sig hafa  tryggt sér hagstætt rekstraumhverfi og um leið skapað grundvöll fyrir frekari vöxt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert