Fundað um Magma í iðnaðarnefnd

Fund­ur verður hald­inn í iðnaðar­nefnd Alþing­is í dag klukk­an 15.00, að ósk Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur, þing­manns Hreyf­ing­ar­inn­ar. Á fund­in­um verður fjallað um kaup Magma Energy Sweden AB, dótt­ur­fé­lags Magma Energy, á HS Orku.

Komið hef­ur í ljós að fyr­ir­tækið hef­ur enga starf­semi í Svíþjóð og er í raun skúffu­fyr­ir­tæki, notað til að kom­ast fram­hjá regl­um um er­lenda fjár­fest­ingu, sem hindra kaup fyr­ir­tækja utan EES-svæðis­ins, eins og Magma sem er kanadískt, á ís­lensku orku­fyr­ir­tæki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert