Fundað um Magma í iðnaðarnefnd

Fundur verður haldinn í iðnaðarnefnd Alþingis í dag klukkan 15.00, að ósk Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Á fundinum verður fjallað um kaup Magma Energy Sweden AB, dótturfélags Magma Energy, á HS Orku.

Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur enga starfsemi í Svíþjóð og er í raun skúffufyrirtæki, notað til að komast framhjá reglum um erlenda fjárfestingu, sem hindra kaup fyrirtækja utan EES-svæðisins, eins og Magma sem er kanadískt, á íslensku orkufyrirtæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert