Lágmarkslaun ekki undir 200 þúsundum

Verka­lýðsfé­lag Akra­ness segost vilja sjá kröfu um að lág­marks­laun verði ekki und­ir 200 þúsund krón­um í kom­andi kjara­samn­ing­um en nú  eru lág­marks­laun fyr­ir fulla vinnu, 173 tíma á mánuði, 165.000 krón­ur, að því er kem­ur fram á heimasíðu fé­lags­ins.

„(Það ligg­ur) hvell­skýrt fyr­ir að krafa Verka­lýðsfé­lags Akra­ness í kom­andi kjara­samn­ing­um verður að lág­marks­laun í þessu landi verði hækkuð all­veru­lega, enda eru þau ís­lensku sam­fé­lagi, at­vinnu­rek­end­um og síðast en ekki síst okk­ur í verka­lýðshreyf­ing­unni til skamm­ar," skrif­ar Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður fé­lags­ins á vef þess í dag. 

Hann seg­ir, að Verka­lýðsfé­lag Akra­ness muni aldrei taka þátt í neinu í anda þess stöðug­leika­sátt­mála sem gerður var í júní 2009 en þar hafi verka­fólk og aðrir launþegar verið þvinguð til að fresta og af­sala sér sín­um hófstilltu laun­um sem um var samið 17. fe­brú­ar 2008.

„Það þarf einnig að gera þá ský­lausu kröfu til allra fyr­ir­tækja sem hafa fjár­hags­lega burði til að þau komi með veg­leg­ar launa­hækk­an­ir til handa sínu starfs­fólki enda er fullt af fyr­ir­tækj­um sem hafa fulla burði til að gera slíkt. Næg­ir að nefna flest­öll út­flutn­ings­fyr­ir­tæki sem hafa verið að gera góða hluti vegna þeirra geng­is­breyt­inga sem orðið hafa á und­an­förn­um 18 mánuðum," seg­ir Vil­hjálm­ur og bæt­ir við, að það sé tíma­bært að ís­lensk verka­lýðshreyf­ing standi þétt sam­an og sýni tenn­urn­ar í því að bæta kjör sinna fé­lags­manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert