Mót Hvítasunnumanna flutt til Stykkishólms

Talið er að um 5000 manns hafi verið á Kotmótinu …
Talið er að um 5000 manns hafi verið á Kotmótinu í fyrra. mbl.is/Guðni

Ákveðið hefur verið að árlegt mót hvítasunnumanna um verslunarmannahelgina verði haldið í Stykkishólmi í stað Kirkjulækjarkots í Fljótshlíð. Segir Hvítasunnusöfnuðurinn, að ástæðan sé öskumengunin í Fljótshlíðinni.

Hvítasunnumenn hafa haldið árleg mót í Kirkjulækjarkoti í sex áratugi en fyrsta mótið var haldið 1950. Nú hefur eldgosið í Eyjafjallajökli sett strik í reikninginn.

Um 4.000 manns mæta á hátíðina ár hvert. Að sögn Jóns Þórs Eyjólfssonar hjá hvítasunnusöfnuðinum verður hátíðin aftur haldin í Fljótshlíð að ári.

„Það er mikið af börnum og eldra fólki sem kemur á hátíðina okkar og þess vegna ákváðum við að færa hana í ár vegna gossins í Eyjafjallajökli. Á 90 ára afmæli okkar á næsta ári verðum við aftur í Fljótshlíð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Högni Jóhann Sigurjónsson: Ó
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert