Hópur fólks mótmælir nú framan við skrifstofu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við Hverfisgötu í Reykjavík. Með þessu vill fólkið mótmæla veru sjóðsins hér á landi.
Í tilkynningu, sem fulltrúi hópsins sendi um helgina, segir að mótmælt verði utan við skrifstofu sjóðsins í hádeginu alla virka daga uns sendifulltrúi sjóðsins kemur sér burt og ríkisstjórnin lýsir því yfir að hún starfi ekki lengur eftir neyðaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur hafi rift öllum núgildandi samningum við sjóðinn.