Reiknivélin öllum opin

Reikni­vél geng­is­tryggðra lána hef­ur verið opnuð öll­um á vefsíðu Sparnaðar. Það er gert að ósk frá Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna, eft­ir því sem fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá um­sjón­ar­mönn­um síðunn­ar.

„Hags­muna­sam­tök Heim­il­anna sendu stjórn­ar­for­manni Sparnaðar er­indi þess efn­is að reikni­vél­in yrði gerð öll­um aðgengi­leg, gjald­frjálst og án tak­mark­ana, því að málið varðaði gríðarleg­an fjölda lán­taka um allt land, sem eigi mis­gott með að leita sér aðstoðar vegna bú­setu, at­vinnu og kostnaðar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og bætt er við: „Sparnaði er ljúft að verða við þess­ari beiðni og hef­ur unnið að því að gera reikni­vél­ina not­enda­væna á vefsíðu Sparnaðar í sam­starfi við Hags­muna­sam­tök Heim­il­anna.“

Sparnaður hef­ur jafn­framt bætt við út­reikn­ing­um á geng­is­tryggðum fast­eignalán­um svo að núna er hægt að reikna út áhrif dóms Hæsta­rétt­ar á hvort tveggja geng­is­tryggð bíla­lán og geng­is­tryggð fast­eignalán auk þess sem hægt er að bera sam­an þau áhrif sem breytt­ar for­send­ur geta haft á lán­in svo sem:

  1. Ef geng­is­tryggð lán væru lög­leg.
  2. Ef samn­ings­vext­ir væru látn­ir standa all­an láns­tím­ann.
  3. Ef vöxt­um yrði breytt í breyti­lega óverðtryggða vexti Seðlabanka.
  4. Ef vöxt­um yrði breytt í breyti­lega verðtryggða vexti Seðlabanka.








mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert