Reiknivél gengistryggðra lána hefur verið opnuð öllum á vefsíðu Sparnaðar. Það er gert að ósk frá Hagsmunasamtökum heimilanna, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá umsjónarmönnum síðunnar.
„Hagsmunasamtök Heimilanna sendu stjórnarformanni Sparnaðar erindi þess efnis að reiknivélin yrði gerð öllum aðgengileg, gjaldfrjálst og án takmarkana, því að málið varðaði gríðarlegan fjölda lántaka um allt land, sem eigi misgott með að leita sér aðstoðar vegna búsetu, atvinnu og kostnaðar,“ segir í tilkynningunni og bætt er við: „Sparnaði er ljúft að verða við þessari beiðni og hefur unnið að því að gera reiknivélina notendavæna á vefsíðu Sparnaðar í samstarfi við Hagsmunasamtök Heimilanna.“
Sparnaður hefur jafnframt bætt við útreikningum á gengistryggðum fasteignalánum svo að núna er hægt að reikna út áhrif dóms Hæstaréttar á hvort tveggja gengistryggð bílalán og gengistryggð fasteignalán auk þess sem hægt er að bera saman þau áhrif sem breyttar forsendur geta haft á lánin svo sem: