Sinna ekki 75% verkefna

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sýna samstöðu með samninganefnd sinni.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sýna samstöðu með samninganefnd sinni. mbl.is/Júlíus

Komi til verkfalls slökkviliðs og sjúkraflutningamanna munu slökkviliðsmenn aðeins sinna um fjórðungi venjulegra verkefna sinna. Er þar um að ræða bráðaþjónustu á borð við útköll vegna bruna og alvarlegra slysa.

Minniháttar útköllum og öðrum lítt brýnum verkefnum verður ekki sinnt. Fyrsta verkfallshrinan hefst að morgni 23. júlí takist samningar ekki og stendur í átta klukkustundir.

Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að komi til verkfalls gæti það haft áhrif á viðbragðstíma í útköllum. Til þess ætti þó aðeins að koma ef fleiri en eitt útkall berst á sama tíma.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert