TF-LIF á loft að nýju

TF-LIF er þyrla af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS-332L1.
TF-LIF er þyrla af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS-332L1. mbl.is/Dagur

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF er komin til starfa að nýju eftir að hafa verið um hríð í reglubundinni skoðun. Landhelgisgæslan hefur nú tvær Super Puma-þyrlur til umráða. Auk TF-LIF er TF-GNA notuð við leit og björgun, löggæslu og eftirlitsstörf Gæslunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá flugdeild Landhelgisgæslunnar voru þyrluáhafnir kallaðar út í 22 útköll í júnímánuði. Alls voru 11 einstaklingar fluttir með þyrlum á tímabilinu og fjórum sinnum var flogið út fyrir 20 sjómílurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert