TF-LIF á loft að nýju

TF-LIF er þyrla af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS-332L1.
TF-LIF er þyrla af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS-332L1. mbl.is/Dagur

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-LIF er kom­in til starfa að nýju eft­ir að hafa verið um hríð í reglu­bund­inni skoðun. Land­helg­is­gæsl­an hef­ur nú tvær Super Puma-þyrl­ur til umráða. Auk TF-LIF er TF-GNA notuð við leit og björg­un, lög­gæslu og eft­ir­lits­störf Gæsl­unn­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá flug­deild Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru þyrlu­áhafn­ir kallaðar út í 22 út­köll í júní­mánuði. Alls voru 11 ein­stak­ling­ar flutt­ir með þyrl­um á tíma­bil­inu og fjór­um sinn­um var flogið út fyr­ir 20 sjó­míl­urn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert