Uppselt í 22 flugferðir

Vestmannaeyjaflugvöllur.
Vestmannaeyjaflugvöllur. mbl.is/Sigurgeir

Met­bók­un virðist vera í upp­sigl­ingu hjá Flug­fé­lagi Íslands mánu­dag­inn 2. ág­úst frá Vest­mann­eyj­um eft­ir þjóðhátíð. Alls eru 24 flug­ferðir sett­ar á dag­skrá og þar af upp­selt í 22 vél­ar.  Á þriðju­deg­in­um er svo upp­selt í 2 vél­ar og 4 vél­ar á áætl­un, að því er kem­ur fram á vefn­um eyja­f­rétt­um.is.

Fram hef­ur komið að upp­selt er í ferðir með Herjólfi í vik­unni fyr­ir þjóðhátíð. Fimmtu­dag­inn 29. júlí ger­ir Flug­fé­lag Íslands ráð fyr­ir 6 flug­ferðum til Eyja og er upp­selt í þrjár. Föstu­dag­inn 30. júlí eru svo 11 ferðir áformaðar og er upp­selt í 9.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert