Metbókun virðist vera í uppsiglingu hjá Flugfélagi Íslands mánudaginn 2. ágúst frá Vestmanneyjum eftir þjóðhátíð. Alls eru 24 flugferðir settar á dagskrá og þar af uppselt í 22 vélar. Á þriðjudeginum er svo uppselt í 2 vélar og 4 vélar á áætlun, að því er kemur fram á vefnum eyjafréttum.is.
Fram hefur komið að uppselt er í ferðir með Herjólfi í vikunni fyrir þjóðhátíð. Fimmtudaginn 29. júlí gerir Flugfélag Íslands ráð fyrir 6 flugferðum til Eyja og er uppselt í þrjár. Föstudaginn
30. júlí eru svo 11 ferðir áformaðar og er uppselt í 9.