Virti ekki reglur um aðskildar siglingaleiðir

Þyrla Gæslunnar á flugi. Mynd úr safni.
Þyrla Gæslunnar á flugi. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn

Landhelgisgæslan hafði í tvígang afskipti af siglingum flutningaskipsins Green Tromsö aðfararnótt laugardags. Skipið sigldi ekki samkvæmt reglum um aðskildar siglingaleiðir vestur fyrir Garðskaga og suður fyrir Reykjanes. Tekin var skýrsla af skipstjóra og stýrimanni er skipið kom til Vestmannaeyja.

Fram kemur á vef Gæslunnar að skipstjórinn hafi borið við skorti á enskukunnáttu stýrimannsins sem hafi verið á vaktinni og átt að fara að tilmælum varðstjóra Landhelgisgæslunnar. Einnig hafi skipstjóri borið við að hann hefði ekki kynnt sér nægjanlega reglur um aðskildar siglingaleiðir og því misskilið þær. 

Siglinarferill Green Tromsö.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert