Virti ekki reglur um aðskildar siglingaleiðir

Þyrla Gæslunnar á flugi. Mynd úr safni.
Þyrla Gæslunnar á flugi. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn

Land­helg­is­gæsl­an hafði í tvígang af­skipti af sigl­ing­um flutn­inga­skips­ins Green Trom­sö aðfar­arnótt laug­ar­dags. Skipið sigldi ekki sam­kvæmt regl­um um aðskild­ar sigl­inga­leiðir vest­ur fyr­ir Garðskaga og suður fyr­ir Reykja­nes. Tek­in var skýrsla af skip­stjóra og stýri­manni er skipið kom til Vest­manna­eyja.

Fram kem­ur á vef Gæsl­unn­ar að skip­stjór­inn hafi borið við skorti á enskukunn­áttu stýri­manns­ins sem hafi verið á vakt­inni og átt að fara að til­mæl­um varðstjóra Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Einnig hafi skip­stjóri borið við að hann hefði ekki kynnt sér nægj­an­lega regl­ur um aðskild­ar sigl­inga­leiðir og því mis­skilið þær. 

Siglin­ar­fer­ill Green Trom­sö.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert